Bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa hefjast 18.okt.

  • 6. október 2023

Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á Heilsugæslunni Kirkjusandi frá og með miðvikudeginum 18. október.
Bólusetningar eru einungis í boði fyrir forgangshópa fyrstu 4 vikurnar eða til 13. nóvember.

Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn.

Nauðsynlegt er að bóka bólusetningu fyrirfram, annað hvort á heilsuvera.is eða í síma 595 1300
Bólusetning við Covid-19 og inflúensu er fólki í forgangshópum að kostnaðarlausu.
Eins og áður minnum við þau sem koma til að fá bólusetningu á að koma í stuttermabol.

Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við inflúensu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn fædd 1.1.2020–30.6.2023, sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusett er.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

 

Heilsugæslan Kirkjusandi notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru nafnlausar.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hglagmuli.com
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur