Saga stöðvarinnar

Nokkrir heimilislæknar sem störfuðu sjálfstætt ákvaðu að stofna ígildi heilsugæslustöðvar á þeim tíma þegar þær voru fyrst að byrja að þróast hér á landi. Sérgreinin var þá ný og læknar að koma úr sérnámi frá Svíþjóð og Kanada. Hófu þeir starfsemina í Álftamýri en þegar þar fór að þrengja að kom upp hugmyndin að færa starfsemina í nýbyggt hús rétt hjá í Lágmúla 4. Upphaflegu læknarnir voru Ólafur Mixa, Árni Skúli Gunnarsson, Halldór Jónsson, Haraldur Dungal og Sigurður Örn Hektorsson. Miðhæð Lágmúla 4 var lögð undir starfsemina og innréttuð eftir leiðbeiningum þeirra. Hæðin er 680 m2.

Heilsugæslan Lágmúla er fyrsta stöðin á landinu sem var rekin sjálfstætt og hefur verið svo alla tíð.

Það var alltaf heilsugæslufyrirmyndin sem var fyrirmynd starfseminnar sem átti að taka yfir alla þá þætti sem þá tíðkuðust að væri sinnt svo sem almenn móttaka lækna og hjúkrunarfræðinga, heimahjúkrun var þá sinnt frá stöðinni í hverfinu, einnig var ungbarnavernd og mæðravernd til staðar.

Ákveðin hverfisafmörkun var þá gerð sem stöðin skyldi sinna og leyfa öllum skráningu úr hverfinu. Heimilislæknarnir voru hins vegar með skjólstæðinga með sér úr öllum hverfum þar sem þeir höfðu í upphafi starfað sjáfstætt skv. samningi við Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Var sjúklingafjöldi kringum 7-8000 manns.

1997 hófu 3 læknar störf við stöðina eftir að Sigurður Ö. Hektorsson hætti störfum, einn læknanna Björn Gunnlaugsson átti að sinna sérstaklega Voga og Heimahverfum þar sem engin heilsugæsla var risin á svæðinu og fluttist hann þangað nokkrum árum seinna þegar Heilsugæslan Glæsibæ var byggð. Gísli Örn Júlíusson var hjá okkur um tíma en fór síðan til annarra starfa. Jón Bjarnarson hóf þá einnig störf við heilsugæsluna og hefur starfað þar síðan.
Salóme Ásta Arnardóttir kom til okkar 2001 eftir að hafa starfað í Noregi sem heimilislæknir. Haustið 2017 bættist síðan Guðbjörg Vignisdóttir við læknahópinn nýkomin frá Gautaborg þar sem hún hafði starfað sem yfirlæknir við heilsugæslu þar í borg.

Heimilislæknarnir sem upphaflega stofnuðu og ráku stöðina hafa nú allir hætt störfum á Heilsugæslunni Lágmúla.

2017 hófust viðræður við lækna sem störfuðu í Kringlunni undir svokölluðum HUH samningi (Heimilislæknar utan heilsugæslu) um að sameinast Heilsugæslunni Lágmúla og varð það úr á vormánuðum 2018 að Einar Rúnar Axelsson, Oddur Steinarsson og Ragnar Victor Gunnarsson heimilislæknar hófu störf við stöðina.

Björg Ólafsdóttir heimilislæknir byrjaði í föstu starfi 1.7. 2019 Hún starfaði áður á Heilsugæslunni Akureyri og síðan við Kristnesspítalann.

Það hefur einkennt starfsemina til margra ára er að mikill stöðugleiki í mannahaldi og góður andi er á vinnustaðnum. Talsvert miklar breytingar hafa orðið nú á og nýtt fólk að koma inn í starfsemina og styrkja sem veitir ekki af þar sem nú eru um 13.000 einstaklingar skráðir.

Nýtt greiðslukerfi var tekið upp í ársbyrjun 2017 skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands og var það gert til að jafna stöðu stöðvanna og styrkja áherslur á ýmsa þætti. Starfa nú allar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðin eftir þessum samningi sem og nýju sjálfstæðu stöðvarnar í Urðarhvarfi og á Höfða.  Salastöðin í Kópavogi starfar einnig eftir þessum samningi.

Heilsugæslan Kirkjusandi notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru nafnlausar.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hglagmuli.com
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur