Mæðravernd
Meðgönguvernd stendur öllum verðandi foreldrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu.
Heilsugæslustöðin Kirkjusandi sinnir þeim sem skráðir eru hjá læknum stöðvarinnar og þeim sem búa í hverfinu.
Æskilegt er að þeir sem búa utan hverfis skrái sig ef óskað er þjónustu hér.
Meðgönguvernd er í höndum ljósmæðra og lækna stöðvarinnar og samráð er haft við fæðingarlækna eftir þörfum.
Markmiðið er að:
- Stuðla að heilbrigði móður og barns.
- Veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf.
- Greina áhættuþætti og bregðast við þeim.
- Veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
8-12 vikum eftir síðustu blæðingar er æskilegt að koma í fyrstu skoðun. Hún tekur um 1 klst. og er farið yfir fyrra heilsufar og fæðingarsögu. Bóka þarf með fyrirvara. Á allri meðgöngunni má reikna með 7-10 skoðunum. Faðir eða annar stuðningsaðili er velkominn og eldri systkini.
Í 20. viku meðgöngu býður Kvennadeild Landspítalans upp á ómskoðun sem er foreldrum að kostnaðarlausu.
Að auki geta foreldrar fengið gerða hnakkaþykktarmælingu sem er hægt að framkvæma í 12. viku. Tilgangur hennar er að finna alvarlega fósturgalla.
Nánar um Mæðravernd: á heilsuvera.is
Opnunartími
- Mánudaga - föstudaga 08:00 - 17:00