Ungbarnaeftirlit
Eftir fæðingu barns vitja hjúkrunarfræðingar stöðvarinnar í heimahús. Foreldrar þurfa að hringja sem fyrst eftir heimkomu af fæðingardeild til að láta vita af fæðingu barnsins.
Eftir 6 vikna aldur er fylgt leiðbeiningum frá Landlæknisembættinu varðandi reglulegar skoðanir.
Yfirlit yfir skoðanir og bólusetningar
Aldur | Hver skoðar? | Bólusetningar | Annað |
---|---|---|---|
<6 vikna | Hjúkrunarfræðingur kemur heim | ||
6 vikna | Hjúkrunarfræðingur og læknir | ||
9 vikna | Hjúkrunarfr. vitjun eða á heilsugæslu | ||
3 mánaða | Hjúkrunarfræðingur og barnalæknir | Bólusetning 2 sprautur * | |
5 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | Bólusetning 2 sprautur * | |
6 mánaða | Hjúkrunarfræðingur og læknir | Heilahimnubólga C | |
8 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | Heilahimnubólga C | |
10 mánaða | Hjúkrunarfræðingur og læknir | ||
12 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | Bólusetning 2 sprautur * | |
18 mánaða | Hjúkrunarfræðingur og læknir | Mislingar, rauðir hundar og hettusótt | |
2 ára og 9 mánaða | Hjúkrunarfræðingur | ||
3 ára | Tannlæknir | Forvarnaskoðun | |
4 ára | Hjúkrunarfræðingur |
* Bólusetning 3, 5 og 12 mánaða eru þær sömu.
Þær verja börnin gegn Kíghósta, Barnaveiki, Stífkrampa, Mænusótt ásamt Hemofilus Inflúensu og Pneumokokka bakteríum.
Tenging á heimasíðu Landlæknisembættis: Bólusetningar barna
Opnunartími
- Mánudaga - föstudaga 08:00 - 17:00