Skólaheilsugæsla
Heilsugæslan Kirkjusandi sinnir heilsuvernd skólabarna í Álftamýrarskóla, Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla.
Heilsuvernd skólabarna er hluti af þjónustu heilsugæslunnar og framhald af ung- og smábarnavernd. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
- Markmið: Að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan.
- Áherslur: Forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar.
Unnið er í nainni samvinnu við forsjáraðila nemanda, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi.
Samkvæmt lögum er öll vinna heilsugæslunnar skráð í rafræna sjúkraská.
Nánari upplýsingar má finna hér á Heilsuveru
Opnunartími
- Mánudaga - föstudaga 08:00 - 17:00

