Skimanir

Skimanir

Skimun fyrir frumubreytingum og krabbameini í leghálsi

Skimanir fyrir leghálskrabbameini eru framkvæmdar á heilsugæslustöðunum á höfuðborgarsvæðinum.  Markmið skimunar er að greina forstigsbreytingar í frumum sem geta þróast í krabbamein seinna ef ekkert er aðhafst.  Ef frumubreytingar greinast er þeim fylgt eftir á fyrifram skilgreindan hátt.

Ljósmæður stöðvarinnar taka sýnin og hafa fengið viðeigandi fræðslu og þjálfun.  Sýni eru tekin á miðvikudögum.

Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir leghálskrabbameini á þriggja ára fresti á aldursbilinu 23-29 ára og á fimm ára fresti á aldursbilinu 30-64 ára.
Boðsbréf eru send til kvenna á þessum aldri.
Hægt er að panta tíma eða bóka beint í Heilsuveru eða hringja í síma 595 1300

Allir þeir einstaklingar sem eru með legháls og hafa stundað kynlíf, óháð kyni og kyni rekkjunauts, ættu að mæta reglulega í skimun samkvæmt skimunarleiðbeiningum landlæknis.

Kvennadeild Landspítala og kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri, sinnir og fylgir eftir konum sem þurfa nánari greiningu og eftirlit vegna ákveðinna frumubreytinga í leghálsi

Nánari upplýsingar

Bæklingur frá Embætti landlæknis um Skimun fyrir leghálskrabbameini
Upplýsingar á Heilsuveru um skimanir fyrir leghálskrabbameini

Skimun fyrir brjóstakrabbameini

Landspítala hefur verið falin framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum frá 1. janúar 2021 í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri.  Húsnæði að Eiríksgötu 5 á 3. hæð hefur verið endurnýjað og búið öllum nauðsynlegum búnaði.

Miðað er við að konum sé boðin skimun fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði á tveggja ára fresti á aldrinum 40-69 ára en á 3 ára fresti frá 70-74 ára.  Með skimun er átt við skoðun hjá einkennalausum konum.

Panta tíma í skimun fyrir brjóstakrabbameini 

Einkennalausar konur 40 til 74 ára sem hafa fengið boðsbréf í skimun fyrir brjóstakrabbameini geta pantað sér tíma.

Tímapantanir fara fram á Brjóstamiðstöð Landspítala í síma 543-9560 milli klukkar 9:00 og 15:30 alla virka daga.
Einnig er hægt að panta á vef Brjóstamiðstöðvarinnar eða senda fyrirspurn á netfangið brjostaskimun@landspitali.is.

Konur með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum

Konum með einkenni frá brjóstum og kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis.
Skimun fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum.

Meiri upplýsingar má fá um skimanir og ráðleggingar á eftirfarandi síðum:
Samhæfingarstöð krabbameinsskimana (heilsugaeslan.is)
Um krabbamein frá Krabbameinsfélaginu
Skimun fyrir krabbameini – Embætti landlæknis (landlaeknir.is)

Opnunartími

Heilsugæslan Kirkjusandi notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru nafnlausar.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hglagmuli.com
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur