Samstarfsverkefni heilsugæslu og Landspítala varðandi undirbúning fyrir aðgerðir hefur verið í gangi um tíma. Miðar að því að bæta grunnástand hvað varðar ýmsa þætti sem skipta máli varðandi endurhæfingu og minnka líkur á vandamálum við aðgerðir svo sem sárasýkingum. Það hefur sýnt sig að til dæmis reykingar og áfengisnotkun hefur slæm áhrif varðandi sárasýkingar og gróanda og því eindregið mælt með að takmarka og helst alveg hætta notkun þeirra efna 3-4 vikur fyrir aðgerð.
Hér er linkur á grein sem er nýútkomin varðandi lyfjanotkun fyrir aðgerðir: https://www.hi.is/…/rannsokudu_ahrif_morfin_og_kvidalyfjano…
Mynd af vef Háskóla Íslands.