Við þökkum biðlund og góða samvinnu við okkar fólk á þessum erfiðu tímum vegna Covid19
Frá 18. maí verður heilsugæslan opin eins og venjulega og flest starfsfólk komið aftur í vinnu eftir að Covid19 faraldurinn hefur gengið yfir. Reikna má með að einhverjir í samfélaginu beri smit og hætta er á að blossi upp aftur ef ekki er rétt að málum staðið. Því er sem fyrr mikilvægt að hafa samband ef um kvefeinkenni, hósta, hita eða önnur einkenni sem geta bent til sýkingar með veirunni. Við gerum þá sérstakar ráðstafanir til að skoða viðkomandi.
Við munum áfram svara símtölum og reyna að leysa mál gegnum síma ef hægt og gefa fólki tíma þar sem þarf. Hjúkrunarfræðingar svara einnig í síma og veita ráðleggingar og hafa samband við lækna eftir þörfum.
Reikna má með verulega auknu álagi á næstunni vegna þessa og gæti því bið eftir tíma orðið einhver en sem fyrr mikilvægt að hafa samband ef grunur er um alvarlega sjúkdóma eða einkenni sem þarf að skoða fljótt.
Varðandi mótefnamælingar Covid19: ekki hefur verið gengið frá nokkrum atriðum varðandi þessar sýnatökur. Við bjóðum því ekki upp á blóðsýnatöku eingöngu til mælingar mótefna. Þegar einstaklingar koma hins vegar í rannsóknir vegna eftirlits og sjúkdóma er tekið sýni sem er greint og fólk fær niðurstöðu gegnum Heilsuveru. Þær niðurstöður eru ekki á okkar vegum í heilsugæslunni.
Með kveðjur frá starfsólki Heilsugæslunnar Lágmúla 4