Rauð viðvörun er í gildi á Höfuðborgarsvæðinu fram eftir morgni mánudaginn 7. febrúar og má því búast við að ófærð og veður geti haft áhrif á starfsemi heilsugæslunnar. Einungis verður hægt að halda úti bráðaþjónusta fyrir hádegi.
Reynt verður að mæta þjónustu sem fellur niður með símtölum og rafrænum samskiptum, dugi það ekki til verða skjólstæðingum boðnir nýir tímar eins fljótt og unnt er.
Við biðjum ykkur öll að fara varlega og skoða aðstæður vel áður en haldið er af stað.