Allmikið mál þykir nú hafa komið upp er mislingar hafa greinst hér á landi. Þetta var liðin tíð að við höfðum áhyggjur af slíku eftir að almenn bólusetning var boðin öllum 18 mánaða börnum. Boðberar þess að bólusetningar gætu verið hættulegar börnum hafa því miður náð árangri og sáð fræjum hræðslu og efasemda um að börn fái frekar einhverfu ef þau eru bólusett við mislingum, rauðum hundum og hettusótt sem er þessi 18 mánaða sprauta. Þessi hræðsluáróður á ekki við nein rök að styðjast en hófst af fölsun á rannsóknarniðurstöðum. Vandaðar rannsóknir hafa ekki bent til þess að neitt samband sé milli einhverfu og bólusetninga.
Í nýlegri stórri rannsókn frá Danmörku þar sem fylgt var 660,000 börnum frá 1999-2010 kom ekki fram nein aukning á einhverfu hjá börnum, ekki heldur þeim sem áttu systkini er voru með einhverfu né á árinu eftir bólusetningu að hægt væri að sýna fram á neinn topp í greiningum eftir bólusetningar.
Rannsóknin styðji það sterklega að engin tengsl séu milli þessa atriða.
Mislingar valda oft alvarlegum veikindum og af og til alvarlegum fylgikvillum. Við sjáum nú hversu mikilvægt er að ná sem bestri þéttni bólusetninga meðal barna því sjúkdómurinn skýst af stað um leið og bólusetningum fækkar.
TENGILL Á ÞESSA RANNSÓKN:
https://annals.org/…/measles-mumps-rubella-vaccination-auti…
Annals vaccination