Ekki þarf að panta tíma og það má koma milli 8-15:30 virka daga.
Sóttvarnalæknir mælir m bólusetningum fyrir eftirtalda hópa:
Allir einstaklingar yfir 60 ára.
Öll börn og fullorðnir sem eru greindir með langvinna hjarta- lungna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp að ofan.
Þungaðar konur.
Þessir einstaklingar eiga rétt á að fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en komugjald er greitt.
Bólusetning veitir 60-70% vernd gegn inflúensuveirusýkingu.
Það tekur 1-2 vikur fyrir ónæmiskerfið að mynda mótefni.
Gagnsemi bólusetningar hefur verið sannreynd í stórum rannsóknum og styttir veikindatímabil og alvarleika og því sérlega mikilvægt hjá einstaklingum með undirliggjandi veikindi sbr.ofangreinda hópa.