Bólusetningar við inflúensu 2021 hefjast mánudaginn 18. október.
Bólusett verður milli kl 15-16 daglega. Frá 16.11. þarf ekki að panta tíma í flensubólusetningu. Nú er opið fyrir alla sem vilja fá þá bólusetningu.
Athugið að það þurfa að líða 2 vikur frá Covid19 bólusetningu.
Notað verður Vaxigrip tetra. Inniheldur mótefni gegn A og B afbrigðum inflúensu af 4 gerðum.
Eftirfarandi hópar fá forgang fyrstu 2 vikurnar skt tilmælum Landlæknisembættis:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri
- Öll börn og fullorðnir með langvinna sjúkdóma: hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
- Barnshafandi konur.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í ofangreindum áhættuhópum.
Til að stytta viðveru á stöðinni er best að vera í stutterma bol/skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg.
Vinsamlegast bera grímu og gætið að handþvotti og sprittun.