
Hallgerðargata 13
Það er ánægjulegt að tilkynna flutning heilsugæslunnar í nýtt húsnæði.
Miðvikudaginn 11. maí 2022 munum við opna á nýjum stað, Hallgerðargötu 13 2. hæð.
Við kveðjum Lágmúlann með vissum söknuði þar sem starfsemin hefur verið í um 28 ár.
Heilsugæslan mun þá framvegis heita Heilsugæslan Kirkjusandi.
Bílakjallari er undir húsinu og er keyrt inn fyrir framan gamla Íslandsbankann, best frá Sæbraut.
Greiða þarf bílastæðagjald. 2 lyftur eru í húsinu úr kjallara.
Eitt þekktasta kennileitið á svæðinu er gamli Íslandsbankinn.
Símanúmer er óbreytt 595 1300
