Beiðni komið áfram til lækna:
1. Heilsuvera.is, einföld og góð leið til að endurnýja lyf, þarf rafræn skilríki.
Gildir um lyf sem viðkomandi hefur fengið áður á Heilsugæslunni eða upplýsingar eru til um frá öðrum læknum.
2. Hringja í heilbrigðisgagnafræðinga í síma 595-1300 á milli kl. 8:30 og 10:00 alla virka daga.
Gildir um lyf sem viðkomandi hefur fengið áður á Heilsugæslunni eða upplýsingar eru til um frá öðrum læknum. Heilbrigðisgagnafræðingar taka niður upplýsingar og koma til læknanna sem meta. Lyfseðlar eru sendir rafrænt í svokallaða lyfseðlagátt sem er miðlægur grunnur. Öll apótek geta sótt lyfseðlana þaðan.
3. Hringja í lækni á símatíma. ⇒ Símatímar lækna
4. Panta tíma á stofu í síma 595-1300 eða inni á Heilsuvera.is.
Athugið að nauðsynlegt er að fara yfir lyfjagjöf með reglulegu millibili og ef mörg lyf eru notuð mælum við eindregið með heimsókn til læknis.