Bólusetning við inflúensu er nú hafin

  • 13. október 2025

Árleg bólusetning gegn inflúensu er nú hafin. Hægt er að bókað tíma annars vegar á mínum síðum á Heilsuveru eða í síma 595 1300.

Til að byrja með verður boðið upp á bólusetningu fyrir fólk í forgangshópum. Þeim sem ekki eru í forgangshópum verður boðið upp á bólusetningu í nóvember.
Samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis verður ekki boðið upp á bólusetningu gegn Covid samhliða inflúensu bólusetningu.

Eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Fólk 60 ára og eldra.
  • Börn fædd  1.1.2021-30.6.2025 sem hafa náð sex mánaða aldri þegar bólusett er.
  • Börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsfólk sem annast fólk í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu.

Vinsamlega munið að koma í stuttermabol til að flýta fyrir bólusetningu.
Sjá nánar frétt frá Embætti landslæknis

Heilsugæslan Kirkjusandi notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn. Upplýsingarnar eru nafnlausar.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hglagmuli.com
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur