Árleg bólusetning gegn inflúensu er nú hafin. Hægt er að bókað tíma annars vegar á mínum síðum á Heilsuveru eða í síma 595 1300.
Til að byrja með verður boðið upp á bólusetningu fyrir fólk í forgangshópum. Þeim sem ekki eru í forgangshópum verður boðið upp á bólusetningu í nóvember.
Samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis verður ekki boðið upp á bólusetningu gegn Covid samhliða inflúensu bólusetningu.
Eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:
- Fólk 60 ára og eldra.
- Börn fædd 1.1.2021-30.6.2025 sem hafa náð sex mánaða aldri þegar bólusett er.
- Börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Barnshafandi konur.
- Heilbrigðisstarfsfólk sem annast fólk í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
- Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu.
Vinsamlega munið að koma í stuttermabol til að flýta fyrir bólusetningu.
Sjá nánar frétt frá Embætti landslæknis